Hljómsveitin Sólstafir er sú íslenska ţungarokksveit
sem hefur náđ langsamlega mestum vinsćldum á
alţjóđavettvangi. Hún ferđast reglulega um heiminn
og leikur á stćrstu rokkhátíđum heims viđ hliđ
helstu meistara ţungarokksögunnar. Sveitin var
stofnuđ áriđ 1995 og hefur gefiđ út sex breiđskífur,
ţá fyrstu Í blóđi og anda, áriđ 2002 og ţá nýjustu,
Berdreyminn, áriđ 2017.
Framan af starfađi sveitin neđanjarđar og kom til ađ
mynda ekki opinberlega fram fyrr en 1999, en ţá
hafđi hún reyndar sent frá sér heilmikiđ efni án
ţess ađ vekja athygli annarra en ţröngs hóps
harđkjarnarokkara. Ţađ var hins vegar ekki fyrr en
međ útgáfu plötunnar Svartir sandar áriđ 2011 sem
Sólstafir fengu ţá almennu hylli sem hún nýtur orđiđ
í dag. Stćrstan ţátt í ţví átti lagiđ Fjara sem varđ
strax gríđarlega vinsćlt og hefur myndbandiđ viđ
lagiđ hlotiđ verđskuldađa athygli og rúmlega 10
milljónir spilana á Youtube. Platan hlaut einróma
lof gagnrýnenda rétt eins og platan Ótta sem kom út
áriđ 2014 en hún var m.a. valin plata ársins 2014 á
Rás 2. Ratađi platan einnig inn á vinsćldarlista í
Finnland, Ţýskalandi, Sviss og Austurríki.
Óhćtt er ađ segja ađ nýjasta afurđ sveitarinnar
“Berdreyminn” hafi veriđ tekiđ einkar vel ţar sem
annađ hvort var uppselt eđa stútfullt útaf dyrum á
alla tónleika. Í kjölfar útgáfu plötunnar hélt
sveitin á sinn fyrsta suđur-ameríku túr og léku ţar
í Argentínu, Chile, Kólómbíu, Brazilíu og Mexíkó.
Sveitin hélt svo í 6 vikna “headline túr” um Evrópu
haustiđ 2017.
Berdreyminn er tilnefnd sem rokkplata ársins á
Íslensku tónlistarverđlaununum 2017.
Sólstafir leika á laugardagskvöldi Hammondhátíđar
2018, 21. apríl.
Hljómsveitin Mammút var stofnuđ sem stúlknatríó 2003
undir nafninu ROK. Mammút nafniđ var ţó tekiđ upp
fljótlega og bćttust ţá strákarnir í hópinn. Mammút
tók ţátt í Músíktilraunum 2004 og bar sigur af
hólmi. Hljómsveitin gaf út fyrstu plötu sína 2006,
sem var samnefnd hljómsveitinni, en önnur plata
sveitarinnar, Karkari, kom út áriđ 2008.
Platan Komdu til mín svarta systir kom út áriđ 2013
og hlaut viđurkenningu sem plata ársins hjá Rás 2,
Fréttablađinu og Fréttatímanum. Áriđ 2017 kom út
platan Kinder versions sem er fyrsta breiđskífa
Mammúts á ensku.
Sveitin er tilnefnd til sex verđlauna á Íslensku
tónlistarverđlaununum fyrir áriđ 2017.
Mammút leikur á föstudagskvöldi Hammondhátíđar 2018,
20. apríl.
Kvartettinn Moses Hightower var stofnađur voriđ
2007.
Hljómsveitin gaf sjálf út plötuna „Búum til börn“ í
júlí 2010, og „Önnur Mósebók“ kom út hjá Record
Records í ágúst 2012. Báđar hafa plöturnar fengiđ
framúrskarandi góđa dóma og selst vel, sem og
hljómađ linnulítiđ á öldum ljósvakans.
Önnur Mósebók var valin plata ársins í
Fréttablađinu, en fyrir hana hlaut sveitin Íslensku
tónlistarverđlaunin 2012 sem lagahöfundar ársins og
textahöfundar ársins, sem og Menningarverđlaun DV
2012 í tónlistarflokki.
Áriđ 2017 sendi hljómsveitin frá sér sína ţriđju
breiđskífu, Fjallaloft og lögin Fjallaloft, Feikn,
Trúnó og Snefill hafa nú ţegar gert góđa hluti á
útvarpsstöđvum. Sveitin er tilnefnd til ţriggja
verđlauna á Íslensku tónlistarverđlaununum fyrir
áriđ 2017 auk ţess sem Steingrímur Teague er
tilnefndur sem söngvari ársins.
Moses Hightower leikur á fimmtudagskvöldi
Hammondhátíđar 2018, 19. apríl.
Međlimir:
Andri Ólafsson - bassi og söngur
Daníel Friđrik Böđvarsson - gítar
Magnús Trygvason Eliassen - trommur
Steingrímur Karl Teague - hljómborđ og söngur
Hljómsveitin Árstíđir var stofnuđ áriđ 2008. Hljómsveitina ţekkja
flestir fyrir órafmagnađan hljóđfćraleik og raddađan söng. Í tónlist
ţeirra gćtir áhrifa úr ólíkum áttum og hefur hljómur
hljómsveitarinnar veriđ í stöđugri ţróun síđan hún kom fyrst fram á
sjónarsviđiđ sumariđ 2008.
Síđustu árin hefur sveitin leitađ út fyrir landsteinana, ferđast um
gjörvalla Evrópu og komiđ fram á ýmsum gerđum tónleikastađa – allt
frá vel sóttum tónlistarhátíđum til lestarstöđva.
Eftir sveitina liggja ţrjár breiđskífur (Árstíđir, Svefns og vöku
skil og Hvel) og ein ţröngskífa (Tvíeind) međ endurhljóđblandanir
ýmissa raftónlistarmanna á lögum ţeirra.
Árstíđir leika á laugardagskvöldi Hammondhátíđar 2018, 21. apríl.
Međlimir:
Daníel Auđunsson
Ragnar Ólafsson
Gunnar Már Jakobsson
Sigrún Harđardóttir
Unnur Jónsdóttir
Úlfur Úlfur reis upp úr ösku rokksveitarinnar Bróđur Svartúlfs sem
vann Músíktilraunir áriđ 2009 og rakti rćtur sínar til Sauđárkróks.
Fyrsta breiđskífan, Föstudagurinn langi, kom út 2011.
Áriđ 2015 gaf dúettinn út hina gríđarlega vinsćlu plötu Tvćr
plánetur og í fyrra kom út ţriđja plata ţeirra, Hefniđ okkar.
Sveitin hefur átt góđu fylgi ađ fagna hérlendis og upp á síđkastiđ
hafa ţeir spilađ mikiđ á meginlandi Evrópu ţar sem hćst ber á góma
Eurosonic hátíđin í Hollandi í byrjun janúar. Ţeir vekja mikla
athygli hvert sem ţeir fara og er ljóst ađ ţeir halda áfram ađ ryđja
brautina fyrir íslenskt rapp bćđi hérlendis og ađ utan.
Úlfur Úlfur leikur á föstudagskvöldi Hammondhátíđar 2018, 20. apríl.
Salka Sól er ein af ástsćlustu söngkonum landsins og hefur vakiđ
athygli međ hljómsveit sinni Amabadama og hljómsveitinni
Reykjavíkurdćtur.
Salka kom fram međ hljómsveit sinni Amabadama á Hammondhátíđ 2015 og
viđ getum ekki beđiđ eftir ađ fá hana aftur "heim", en Salka dvaldi
mikiđ hér á Djúpavogi sem barn.
Nú ćtlar hún ađ koma fram á Hammondhátíđ međ nokkrum af fćrustu
hljóđfćraleikurum landins ţar sem hún syngur lög sem hafa haft áhrif
á hana og mótađ hana sem einstakling og listamann.
Salka Sól kemur fram ásamt hljómsveit á lokatónleikum Hammondhátíđar
2018, sunnudaginn 22. apríl, í Djúpavogskirkju.
Guđmundur R. er norđfirskur tónlistarmađur og söngvari. Hann syngur
međ hljómsveitinni SúEllen en hefur auk ţess gefiđ út tvćr
sólóplötur.
Guđmundur gaf út sína ađra sólóplötu, Ţúsund ár, á árinu 2017.
Upptökustjóri á plötunni er Jón Ólafsson. Jón sér einnig um
undirleik ásamt hljómsveitinni Coney Island Babies. Platan hefur
fengiđ góđa dóma og lagiđ "Eins og vangalag" hefur fetađ sig upp
vinsćldarlista og hljómar oft á öldum ljósvakans ţessa dagana.
Platan hefur fengiđ góđa dóma og var međal annars valin ein af 20
bestu plötum ársins á Tónskrattanum.
Guđmundur R. leikur ásamt Coney Island Babies á fimmtudagskvöldi
Hammondhátíđar 2018, 19. apríl.
Međlimir:
Guđmundur Rafnkell Gíslason - söngur
Geir Sigurpáll Hlöđversson - gítar
Guđmundur Höskuldsson - gítar
Hafsteinn Már Ţórđarson - bassi
Jón Knútur Ásmundsson - trommur
Halldór B. Waren - Hammond