FORSÍÐA | UM HÁTÍÐINA | UPPLÝSINGAR | MIÐASALA | 2024 | 2023 | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 | 2015 | 2014 | 2013 | 2012

 


MIÐASALA ER Á TIX.IS

LISTAFÓLK HAMMONDHÁTÍÐAR 2023

HJÁLMAR
RAGGA GÍSLA
CLASSIC ROCK
200.000 NAGLBÍTAR
SVAVAR ORGAN TRIO


CLASSIC ROCK með Magna og Stebba Jak

Drengirnir ætla að flytja margar af stærstu perlum rokksögunnar með einvalaliði hljóðfæraleikara. Flutt verða lög hljómsveita á borð við, Led Zeppelin, Deep Purple, Queen, AC/DC, Jimi Hendrix, Kiss, Radiohead, Pink Floyd og svo miklu miklu meira en það!

Classic Rock leikur á upphafskvöldi Hammondhátíðar 2023, fimmtudaginn 20. apríl.

Meðlimir:
Magni Ásgeirsson - söngur og gítar:
Stefán Jakobsson - söngur
Einar Þór Jóhannsson - gítar
Ingimundur Óskarsson - bassi
Ólafur Hólm - trommur
Þorbjörn Sigurðsson - hammondorgel
 

SVAVAR ORGAN TRIO

Stofnandi Hammondhátíðar Djúpavogs og heiðursgestur 2023, Svavar Sigurðsson, kemur fram með hljómsveit sinni Svavar Organ Trio á hátíðinni í ár. Það er mikið tilhlökkunarefni að fá Svavar aftur heim því hann hefur ekki komið á Hammondhátíð síðan 2012, þegar hann stýrði sinni síðustu hátíð.

Það má sannarlega búast við bæði ljúfum og organdi Hammondtónum þegar þeir félagar stíga á svið!

Svavar Organ Trio leikur á föstudagskvöldi Hammondhátíðar 2023, 21. apríl


Meðlimir:
Svavar Sigurðsson - söngur og Hammondorgel
Guðjón Sveinsson - gítar
Sigfús Örn Óttarsson - trommur

 

200.000 NAGLBÍTAR

Norðlenska tríóið 200.000 naglbítar var stofnað árið 1993. Upphaflega hét hljómsveitin Gleðitríóið Ásar og hún sigraði í Glerárvision á Akureyri árið 1993. Gleðitríóið Ásar varð síðar Askur Yggdrasils en nafnið 200.000 naglbítar var að lokum tekið upp. Nafnið kemur úr Atómstöðinni eftir Halldór Laxness.

Hljómsveitin hefur gefið út þrjár breiðskífur, þá síðustu árið 2003. Árið 2008 gaf sveitin út tónleikaplötu sem tekin var upp með Lúðrasveit verkalýðsins. Sveitin hefur gefið út allmargar smáskífur síðan síðasta breiðskífa kom út þannig að hver veit nema ný breiðskífa líti dagsins ljós á næstu misserum.

Það eru fáar sveitir jafn öflugar og gefandi á sviði og við getum lofað brjáluðu stuði þegar þessir herramenn mæta á Hammondhátíð. Við hlökkum allavega sjúklega mikið til.

200.000 naglbítar leika á föstudagskvöldi Hammondhátíðar 2023, 21. apríl.

Meðlimir:
Vilhelm Anton Jónsson - söngur og gítar
Kári Jónsson - bassi
Benedikt Brynleifsson - trommur


HJÁLMAR

Ekkert band hefur komist nálægt því í sögu Hammondhátíðar að fylla kofann jafn rækilega og Hjálmar. Það var ógleymanlegt kvöld og nú, 12 árum síðar, erum við í skýjunum með að bjóða gestum Hammondhátíðar upp á endurkomu þessarar mögnuðu hljómsveitar á hátíðina.

Hjálmar hafa verið ein virkasta og afkastamesta hljómsveit landsins síðan hún var stofnuð árið 2004. Eftir þá liggja fleiri slagarar en unnt er að nefna og fjölmargar breiðskífur. Hjálmar á tónleikum er svo sér kapítuli út af fyrir sig, það er einfaldlega ótrúleg upplifun sem lætur engan ósnortinn.


Hjálmar leika á laugardagskvöldi Hammondhátíðar 2023, 22. apríl.

Meðlimir:
Þorsteinn Einarsson - söngur og gítar
Sigurður Guðmundsson - söngur og Hammondorgel
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson - bassi
Guðmundur Kristinn Jónsson - gítar
Helgi Svavar Helgason - trommur


FARA EFST Á SÍÐU



RAGGA GÍSLA

Loksins getum við boðið gestum Hammondhátíðar upp á þjóðargersemina Röggu Gísla. Það er búinn að vera draumur okkar til fjölda ára.

Ragga hefur verið órjúfanlegur partur af íslensku tónlistarlífi síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið undir lok 8. áratugar síðustu aldar. Lummurnar, Brunaliðið, Stuðmenn, Grýlurnar - bara svona til að nefna eitthvað. Hún mun leiða okkur í gegnum þennan magnaða ferli á tónleikum sínum í Djúpavogskirkju.

Ragga Gísla leikur á lokatónleikum Hammondhátíðar 2023, sunnudaginn 23. apríl. 

Meðlimir:
Ragnhildur Gísladóttir - söngur
Tómas Jónsson - Hammondorgel
Guðni Finnsson - bassi
Magnús Magnússon - trommur

FARA EFST Á SÍÐU

 
 

Hafa samband